Megrunaraðgerðir með tryggingu og bótum ef upp koma fylgikvillar.

Medical Travel býður upp á megrunaraðgerðir fyrir fólk með BMI á milli 30-52. Gegnum samstarfsaðila okkar á Sigulda sjúkrahúsinu í Lettlandi býður Medical Travel bæði upp á «létt» aðgerðina magaermi (Gastric Sleeve) og magahjáveitu (Gastric Bypass) sem er víðtækari aðgerð. Báðar aðgerðirnar, ermi og hjáveita eru framkvæmdar með kviðsjá, sem dregur úr hættu á fylgikvillum og gerir það að verkum að einstaklingurinn nær sér hraðar eftir aðgerðina. Sigulda sjúkrahúsið er í reglulegu eftirliti af norskum og dönskum læknum

Er þetta lausn fyrir mig? Ef þú ert með BMI yfir 30 gæti þetta hentað þér.

BMI útreikningur

 

Gastric Sleeve

Magaermi er «léttari» megrunaraðgerð fyrir einstaklinga með BMI yfir 30. Aðgerðin felur einungis í sér minnkun á maga, og ekki er hreyft við þörmunum eins og gert er í hjáveituaðgerðinni. Þegar magaermi er framkvæmd eru 2/3 hlutar magans fjarlægðir, sem gerir það að verkum að þú finnur fyrr fyrir seddu og matarlystin minnkar. Minni magi dregur úr þörfinni fyrir fæðu og gerir þér einungis kleift að borða lítið í einu. Maturinn fer einnig hraðar niður í þarmana. Þetta hefur áhrif á hormónin í þörmum, sem hefur meðal annars áhrif á sykursýki í hagstæða átt. Að auki er mikilvægasta svæðið í líkamanum fyrir framleiðslu sultarhormónsins Ghrelin, fjarlægt, sem stuðlar að minni matarlyst. Horfa á myndband: hér

Mini-Gastric Bypass

Mini-hjáveita eða venjuleg Roux-en-Y hjáveita?

Helsti munurinn á venjulegri hjáveitu og mini hjáveitu sést með því að bera saman þessar tvær skýringarmyndir. Mini hjáveitan er bara með ein samskeyti (anastamose), en í venjulegu Roux-en-Y hjáveitunni eru tvö samskeiti, efri og neðri samskeiti. Vegna þessa er hægt að framkvæma mini hjáveituna á skemmri tíma en venjulega hjáveitu, og að minnsta kosti fræðilega með færri snemm fylgikvillum.

Rannsóknir sýna að þyngdartap og heilsufarsleg jákvæð áhrif eftir mini hjáveitu eru í stórum dráttum þau sömu og fyrir venjulega hjáveitu.

Mini hjáveita og ókostir vegna bakflæði

Eru einhverjir gallar við mini hjáveituna?

Eitt vandamál við mini hjáveitu er að magasekkurinn er lítill og liggur nálægt straumi meltingarsafans. Þetta getur valdið rofi, bólgu og sáramyndun. Það verður að segjast að í flestum nýjum rannsóknum virðist þetta ekki dregið fram sem mikið vandamál í reynd, en ef það gerist getur það verið erfitt að meðhöndla.

Er frekar mælt með mini hjáveitu í stað venjulegu hjáveitunnar?

Í dag er stysta svarið; sennilega ekki. Mini hjáveitan er fljótlegri aðgerð af því hún er minna inngrip, en í raun hjá reyndum skurðlæknum er tímamunurinn ekki svo mikill. Það eru nokkrar bráðabirgðaniðurstöður sem benda til þess að færri snemm fylgikvillar fylgi mini hjáveitunni. Skammtímaþyngdartap er svo til það sama við báðar aðgerðir. Niðurstöður til lengri tíma litið eru ekki til staðar ennþá.

 

Gastric Bypass

Magahjáveita er algengasta megrunaraðgerðin við því sem læknisfræðilega er vísað til sem sjúklegrar ofþyngdar og er í boði fyrir fólk með BMI frá 33 upp í 52. Í magahjáveitu er 95% af maganum aftengt. Þannig er aðeins 5% af maganum sem tekur á móti fæðu. Þetta veldur því að einstaklingurinn getur einungis borðað lítið í einu. Á fyrstu mánuðunum eftir hjáveituaðgerðina stækkar magasekkurinn aðeins, en hann verður aldrei eins stór og upprunalega. Fæðuinntaka stjórnast sjálfkrafa þar sem maður finnur fyrir ónotum í maganum ef maður borðar of mikið í einu. Í magahjáveitu er fyrsti þriðjungur af mjógirninu einnig aftengdur þannig að meltingin fer einungis fram í neðri 2/3 hluta mjógirnisins. Ef þú borðar of mikið af fituríkum (orkuríkum) mat, munu þarmarnir aðeins taka upp hluta af fitunni í matnum, sem getur valdið  lausum hægðum. Þegar maginn hefur verið minnkaður verða breytingar á bæði tauga- og hormónastýringarkerfinu sem stjórnar meltingunni. Þetta veldur því að flestir missa að miklu leiti hungurtilfinninguna og löngunina til að borða of mikið.

Almennar upplýsingar

UM MEDICAL TRAVEL:
Medical Travel er í samvinnu við fremstu sjúkrastofnanir í Lettlandi innan megrunaraðgerða, augnaðgerða, hárígræðslu, krabbameinsmeðferða og frjósemisaðgerða. Þær sjúkrastofnanir sem við erum í samvinnu við státa allar af læknum og heilbrigðisstarfsfólki með mikla sérþekkingu á sínu sviði – og er þjónustan algjörlega sambærileg við standard á Norðurlöndum. Síðan 2004 hafa yfir 4000 Norðmenn nýtt sér þjónustu okkar. Þar af hafa yfir 900 farið í árangursríkar megrunaraðgerðir.

Medical Travel hefur langa reynslu í Noregi af að bjóða upp á læknisfræðilegar meðferðir erlendis á viðráðanlegu verði. Eftir að hafa aðstoðað yfir 4000 Norðmenn höfum við aflað okkur umtalsverðrar sérþekkingar og öðlast innsýn í þær áskoranir sem viðskiptavinir okkar mæta þegar þeir standa frammi fyrir oft á tíðum erfiðum ákvörðunum sem þessum.

Næsta ferð:

Okkur langar að bjóða okkar fyrstu íslensku kúnnum upp á að taka frítt með sér ferðafélaga/stuðningsaðila. Þetta gildir fyrir ferð frá 14-18.feb 2018.

Verðlisti:
Hjáveita / Mini hjáveita / Ermi 68.000 NOK u.þ.b. 895.000 ISK.
Innifalið í verði er:
• Beint flug fram og til baka til Riga (fyrir tvo).
• 1 nætur á hóteli og 3 nætur á sjúkrahúsinu.
• Allur akstur í Riga, milli flugvallar, hótels og sjúkrahúss.
• Allar rannsóknir sem þarf að gera fyrir aðgerð.
• Trygging vegna fylgikvilla.

Ykkur er velkomið að senda spurningar til maria.thordardottir@gmail.com eða hringja í síma +47-48463504. Einnig er hægt að senda inn skilaboð og ákveða hvenær best er að við hringjum í ykkur.

Bætur vegna fylgikvilla:icon-1.png

Medical Travel er eini aðilinn sem býður upp á þessa þjónustu. Þegar um megrunaraðgerðir er að ræða geta bráða síðkomnir fylgikvillar komið upp, til dæmis. garnaflækja, gallvandamál, og kviðslit. Ef fylgikvilli sem veldur því að þú þarft í aðgerð innan 18 mánaða frá því að þú kemur heim, kemur upp, færðu greiðslu upp á 5000 NOK fyrir hverja aðgerð. Heildarútborgun er hámark. 10.000.- NOK.

Er þetta lausn fyrir mig?

Ef þú ert með BMI yfir 30 gæti þetta hentað þér.

BMI útreikningur

Lestu meira

Ertu að spá í aðgerð? Hvernig er lífið eftir aðgerðina?

Hittu viðskiptavini okkar sem hafa farið í megrunaraðgerð, sem og þá sem eru að velta aðgerð fyrir sér. FB grúppan okkar heitir « Fyrir og eftir megrunaraðgerð með Medical Travel Ísland.» Þar geturðu séð fyrir og eftir myndir og hvernig lífið er eftir aðgerðina.

Hverjir geta farið í magaermi(gastric sleeve)?

Þessi aðgerð getur hentað þeim sem ekki vilja of stórt inngrip í líkamann. Ermin hentar gjarnan:

  • Einstaklingum með BMI yfir 30.
  • Ungum konum í yfirvigt sem ætla sér að verða óléttar eftir aðgerðina.
  • Einstaklingum með alvarlega samgróninga (peritoneal) eftir aðgerðir á kvið.
  • Einstaklingum sem óska þess að léttast án þess að gera stórar breytingar á meltingarkerfinu.

Hverjir geta farið í magahjáveitu?(Gastric Bypass)

Þessi aðgerð getur hentað þeim sem eru læknisfræðilega með sjúklega offitu. Hjáveitan hentar gjarnan:

  • Einstaklingum með BMI frá 33 til 52
  • Einstaklingum með sykursýki týpu II
Þitt BMI þinn þyngdarflokkur
< 18,5 Vannæring
20 – 24,9 Kjörþyngd
25,0 – 29,9 Ofþyngd
30 – 34,9 Offita
35 – 39,9 Offita – 2. stigs.
> 40 Offita – 3. stigs.